• Icelandic
 
Slysið á Hvammsfirði.
 
Verurinn 1902 voru talsverð íslög á Hvammsfirði eftir miðjan vetur,lá sá ís allt fram undir vor. En þá byrjaði ég minn búskap um vorið.Í þá tíð var alltítt,að ungir menn færu til sjós,sem kallað var,á skútur,sem þá voru aðal fiskiskipin. Héðan úr Hvammsfreppi fóru þeir Bjarni Jónsson frá Laugum,síðar bóndi þar og Þórarinn Bæringsson héðan frá Kýrunnarstöðum.Þeir eru löngu d´nir báðir.Jón Jónsson homópati frá Sælingsdalstungu var fylgdarmaður Bjarna,hann var með tvo hesta,annan undir reiðingi,en hinum reið Jón sjálfur.Ég var fylgdarmaður Þórarins og hafði þrjá hesta,einn sem ég átti sjálfur,annan átti faðir minn.og var hann undir reiðingi.Þann þriðja fékk ég að láni á Skarfsstöðum,sem er næsti bær við Kýrunnarstaði,og reið Þórarinn honum.
Ferðinni var heitið til Stykkishólms og á skútu þaðan,en á henni var skipstjóri Skúli Skúlason frá Fagurey.Við lögðum af stað annan í páskum,mig minnir viku af einmánuði.Veður var bjart og kalt og snjór yfir allt.Ísinn á firðinum var talinn vel traustur,svo við tókum stefnu sniðhallt suður yfir fjörðinn,beint á Árnahús á Sógarströnd. Mátti það ekk utar vera,því nýlega hafði brotið vik upp í ísinn,sem síðar sýndi sig. Gekk ferðin vel þann daginn,við höfðum nokkra viðdvöl á Árnahúsum en héldum svo áfram að Innra-Leiti á Skógarströnd og gistum þar. Fórum síðan bráðsnemma þaðan um morgunninn eftir,því við vildum komast álengdar þann dag,og helst heim aftur til baka,eða að minnsta kosti að Innra-Leiti aftur. Þangað komumst við líka,því Álftafjörður,sem er nokkru utar en miðleiðis milli Leits og Stykkishólms,var á traustum ísi og færðin yfirleitt góð.
Í þann tíð bjuggu á Leiti þau Jófríður Halldórsdóttir frá Túngarði og Magnús Márusson ættaður úr Hvammssveit,merk hjón.
Morguninn eftir fórum við Jón homópati ekki mjög snemma á stað,því hestar okkar voru afar þreyttir frá deginum áður. Veður var hið sama,stillt og bjart og míkið frost,svo hemaði eftir firðinum allt hvað augað eygði.
Nú lögðum við af stað frá Leiti og hugsuðum okkur að koma tímanlega heim,en það fór á aðra lund.Þegar við komum þangað inneftir,sem við fórum á land hjá Árnahúsum á suður leið,ætluðum við að taka beina stefnu á Ketilsstaði í Hvammssveit,norðan fjarðarins,því sprunga var í ísinn undan Knarrarhöfn,sem við vildum vera lausir við.(Ketilsstaðir eru um 6 km utar með fyrðinum en Kýrunnarstaðir,sem eru næsti bær fyrir innan Knarrarhöfn.)
Veður var gott og afarbjart af sólskini,hvíta yfir allt svo illt var að miða á land hinum megin fjarðar.En engu mátti muna,það sáum við þegar við komum að heiman,og fyrir hvítuna var illmögulegt að greina nýja ísinn frá þeim gamla.Vik hafði verið upp í skörina á eldri og sterkari ísnum og fórum við ekki nógu míkið á ská inn með landi,til að krækja fyrir það.Fór ég út á veika ísinn sem á viki þessu hafði myndast,því ég var á undan með mína þrjá hesta,en Jón homópati var spólkorn á eftir. Ég vissi nú ekki fyrr til en hesturinn sem ég reið pompar niður undir mér, og hinir er ég teymdi,nærri því jafnsnemma.Það var auðvita mitt fyrsta verk að reyna að losa mig við hestinn,sem mér líka tóks,og þar næst að losa reiðtygi af hestunum sem, allir voru á sundi í vökinni. Skarfsstaðahesturinn sökk reyndar nærri því strax,en hinir syntu lengi,allt að sterkun skörinni. Loks var þó hvort tveggja,að þeir voru ornir uppgefnir og mannhjálp vantaði til að ná þeim upp úr, því við Jón orkuðum litlu tveir einir.Að lokum fóru þeir undir skörina,ásamt öllu farangri mínum.
Nú þegar allt var um garð gengið, komu menn af landi,er séð höfðu eitthvað var að,og ætluðu að hjálpa, en þá var það allt um seinan.Svo lengi vorum við að velkjast í vökinni,aðalega ég,að farið var að dimma er hér var komið sögu.Jón homópati var orðinn aldurhniginn maður er þetta gerðist og lét ég hann lítt hafa sig frammi,enda fannst mér nóg að orðið þótt hann færist ekki líka.Bændurnir sem til okkar komu ,vildu alls ekki sleppa okkur,eins og á stóð,enda vorum við báðir ornir þjakaðir.Hef ég það verst til reika háttað í gott rúm,þá um kvöldið.Ég hef aldrei getað gert mér ljósa grein fyrir því stóð að ég skyldi ekki farast líka ,því meðan á þessu stóð var mér alveg sama þótt ég hefði farið með hestunum.Ég stiklaði á hestunum og óð sjóinn eftir því sem verða vildi,í viðleitni okkar til bjargar.Þrátt fyrir óhappið er enginn vafi á að eihver hulin hönd hefur haldið mér upp úr og mér verið ætlað lengra líf.Daginn eftir komum við heim,þá heilir á húfi,ég alslaus,en jón með allt sitt,sem líka var eina glætan við þennan atburð.Fyrir utan hestanna og allan reiðskap,hafði ég keypt hitt og annað af vörum í Stykkishólmi,fyrir mig og aðra,sem nam á fjórða hundrað krónur,sem allt fór í sjóinn.hest Sigmundar á Skarfsstöðum borgaði ég með hundrað krónum,þó án hans vilja.Tjón verðmæta var því míkið með þeirra tíma verðlagi,en en það var þó einskis virði móti ýmsu sem þessu óhappi fylgdi,en það er önnur saga.Máltækið hljóðar svo að öll sár gróa um síðir; en því miður hefur þetta slys verið mér ljóst í huga,alla ævi mína og er enn þrátt fyrir góða handleiðslu guðs á öllum sviðum til þessa dags.
Í sambandi við það sem áður er ritað hér,vil ég geta þess,að vorið sem ég hóf búskap,kom Bjarni í Ásgarði með sex vetra fola,er hann hafði keypt á uppboði og gaf mér. Kom hann í góðar þarfir.Nokkrum árum síðar var ég svo lánsamur að geta endurgoldið Bjarna þá hugulsemi með hlut, sem kom honum vel.Læt ég svo þessari leiðu frásögn lokið.
 
 
HVALKAUPFERÐ
UM ALDAMÓTIMN
 
Sem Guðjón á Kýrunnarstöðum fór 1901.
 
Nokkru fyrir síðustu aldamót,eitthvað kringum 1890,komu til Vestfjarða hvalveiðamennirnir Hans Ellefsen og
Berg, báðir frá Noregi. Ellefsen til Önundarfjarðar,og hinn til Dýrafjarðar.
Settist Ellefsen að á Sólbakka,en þaðan er um það bil fimmán mínútu gangur frá býlinu Hvilt.
Hans Ellefsen og Berg, báðir frá Noregi - Ellefsen  til Önundarfjarðar en hinn til Dýrafjarðar.
Settist Ellefsen að á Sólbakka, en þaðan er um það bil fimmtán mímútna gangur frá býlinu Hvilft.
Ellefsen byrjaði á því að gefa hreppsbúum fyrsta hvalinn sem veiddist rengi og undanfláttu,en hana minnir mig, að þeir yrðu að skera sjálfir. Og svo þvesti eftir vild handa mönnum og skepnum.
Bein og spik hirti hann sjálfur,það sem ekki taldist mannamatur.
Var þetta hið mesta happ fyrir hreppsbúa,ásamt fjölmörgum öðrum,sem hann lét gera á sinn kosnað.Til dæmis lét hann brúa allar ár og læki í hreppnum,bygggði barnaskóla og kostaði hann,ásamt fleira.
Hann sem sagt umskapaði hreppsfélagið á nokkrum árum. Og hvalgjöfunum mun hann hafa haldið áfram árlega eftir þetta.
Ellefsen mun oftast hafa komið um sumarmál með megnið af starfsfólkinu með sér,en auk þess fékk hann það hingað og þangað að,talsvert úr Reykjavík og svo voru stöku menn héðan úr sveitum.
Fengu þeir þegar i stað hval með sér  heim,auk þess sem þeir útveguðu hann eftir atvikum því að þetta þótti bæði góður og ódýr matur.þó voru ekki nema örfáir,sem í þetta náðu mest vegna ílátskorts,því að ekkert fékkst flutt í pokum utan sporðurinn,en hann var slæmur nema helst af ungun hvölum.
Það fréttist, að Ellefsen gæfi öllum undanfláttuna,en seldi rengi á tólf aura hvert kíló og sporð á átta aura.
En svo bættust við ílát,sem eftir var að fá,og flutningur,sem var einungis með strandferðaskipum,sem að það
voru flestir tregir til þess að standa í að útvega fyrir aðraen sjálfa sig.
Sumarið 1898 var ég, sem þetta rita,í vinnu við hvalstöðina á Sólbakka og kynntist þá ýmsu við víkandi meðferð hvals. Að vísu ekki neitt sérstaklega míkið,því að þessa vinnu hugsaði ég ekki til þess að stunda framvegis. Þó féll mér  starfið ekki beinlínis illa,en frekar starfsfólkið. Þar var misjafn sauður í mörgu fé eins
og oft gengur í margmenni.Eftir tvö ár kom ég heim til mín að Kýrunnarstöum. Var ég þá spurður, hvernig
ég héldi, að tiltækilegast væri að ná í hval, helzt fyrir alla sýsluna.
Benti ég undir eins á, að það væri ekki unnt nema með því móti að taka skip á leigu, því að þá þyrfli engin ílát. En það þótti flestum of mikil áhætta og ekki yrði séð ofan á neinn til þess að gangast fyrir því, enda flestar
skútur þá á veiðum. Stungu þá einhverjir upp á því við mig, að ég færi fyrir þá með tunnur og útvegaði þeim hval — það yrði ekki dýrara. En ég sagði, að aldrei yrði svo mikil þátttaka, að slíkt gæti borið sig og líka mikil áhætta sem og reyndist.
En samt mun nú þetta spjall hafa orðið orsök til þess, að oddviti hreppsins boðaði til fundar að Hvammi í Dölum, mig minnir snemma í marz-mánuði veturinn 1901, og var ég beðinn að koma á fundinn til skrafs og ráðagerða.
Fundinn sóttu flestir bændur í Hvammshreppi. Oddviti tilkynnti fundarefni, sem var að reyna að fá mig til að útvega hval á einhvern þann hátt, sem ég teldi tiltækilegan — helzt að fara með tunnur undir hann.
Eftir  talsvert þjark gaf ég kost á að fara með því móti, að útvegaður væri annar maður, sem yrði beykir
og til hjálpar á annan hátt. Stakk ég upp á Ólafi Magnússyni, bónda á Hafursstöðum, sem var þekktur ágætismaður og vanur beykir. Sjálfur átti ég að hafa allar framkvæmdir og ábyrgð, eftír því sem unnt var. Áttum við að fara með tunnur undir rengi og undanfláttu, en poka undir sporð.
Var gert ráð fyrir renginu á tólf aura kílóið, en sporði á átta aura.
Undanflátta hélt ég, að fengist ókeypis, sem þó brást, svo og salt í rengi og undanfláttu.
Við áttum að hafa þáverandi vorkaup, sem var almennt tíu til tólf krónur á viku, frá því við færum og þar til við kæmum aftur, sem var mánuður eða meðan strandferðaskipið var í ferðinni, en það var Skálholt.
Ferðir áttu að vera ókeypis báðar leiðir, en fæði skyldum við borga sjálfir, þar sem við héldum til meðan við
dveldumst fyrir vestan.
Þegar allur hugsanlegur kostnaður hafði verið samantekinn eftir áætlun, fóru beztu reikningsmenn fundarins að reikna, hve mikill hvalurinn þyrfti að vera til þess að bera áætlaðan kostnað. Var það þó erfitt, þar sem engar pantanir voru komnar, svo að þetta hlaut allt að vera vafaatriði fyrst um sinn, unz allar pantanir hefðu
borizt.
Átti það að vera í síðasta lagi á sveitarfundi sama vor um sumarmál, enda eftir að semja við Ólaf, en ferð mín byggðist alveg á svörum hans. Var nú fundi slitið, og hafa sumir eflaust hugsað gott til, en aðrir verið smeykir að fá mér svo mikla peninga í hendur, því að allt átti að borgast í peningum.
Samt varð ég aldrei var við tortryggni í minn garð, þótt óreyndur væri.
Hins vegar var Ólafur alþekktur og talinn ábyggilegur á allan hátt sem og mátti. Eins og ákveðið hafði verið var
sveitarfundur haldinn um sumarmál, og voru þá komnar fastákveðnar pantanir og ýmislegt þar að lútandi. Tunnur og olíuföt reyndust þurfa áttatíu talsins, þar af var fullur helmingur oliuföt, til þess að spara flutningsgjald með því að láta tunnurnar ofan í fö'tin á vesturleið. Áttu allar tunnrnar að vera laggaheilar með
botni í báðum endum.. En það reyndist mjög í molum eins og gengur.
Peningar áttu að fylgja hverri pöntun eftir áætluðu verði, og stóð það allt heima. Var þá næst að taka saman pöntunina og fá mitt samþykki til þess að fara þessa glæfraför, sem ég hef siðan talið, að hafi verið.
Við áttum að leggja af stað með Skálholti svo snemma, að við værum komnir aftur fyrir slátt.
Man ég ekki, hvaða mánaðardag við fórum, en það mun hafa verið um mánaðamótin maí og júní.
Alltaf bættust við pantanir, unz við hættum að taka á móti þeim, enda var alveg nóg að fara með áttatíu tunnuskrifli og ellefu hundruð krónur í silfri og gulli, er jafngilti þá rösklega hundrað vikna karlmannskaupi að vorinu.
Lét ég sauma peningana innan í skyrtuna mína á brjóstinu, og þótti mér það harður rekkjunautur.
Fannst mér þetta öruggara, því að orðið hafði ég var við vasa þjófa.
Skálholt kom alltaf á réttum tíma til Búðardals í vesturleið, en seinkaði stundum að vestan.
Við Ólafur vorum ferðbúnir á réttum tíma með hafurtask okkar. Þegar við lögðum af stað, var hið indælasta
veður, svo að ferðin vestur gekk ágætlega. Skipið lagðist að. bryggju á Sólbakka að venju, svo að uppskipun varð þægileg og ódýr. Var nú næst að finna Ellefsen, fá rúm fyrir tunnurnar, biðja hann fyrir peningana og semja um kaup á hvalnum. Þetta gekk allt vel, nema undanfláttuna vildi hann ekki gefa, enda hafði ég
ekki skap til þess að sækja það fast.
Hún átti að kosta tvo aura kílóið. Þetta var að vísu lágt verð, en gerði þó talsverða skekkju á út reikninginn.
Að öðru leyti var Hans Ellefsen hinn alúðlegasti.
Skekkjan, sem varð á útreikningi, nam sem svaraði kaupi mínu, og stóð ég allvel að vígi, þótt ég fengi það* ekki borgað.
En til þess kom aldrei, því að allir borguðu þetta möglunarlaust. þá var næst að útvega okkur verustað meðan við dveldumst fyrir vestan, allt að mánaðartíma. Gekk það greiðlega á næsta bæ, Hvilft, hinu mesta myndarheimili, hjá hjónunum Sigríði Sveinbjarnardóttur og manni hennar, Sveini bónda Sveinssyni. Þarna fór eins vel um okkur og við værum heima, svo að nú lék allt í lyndi.
Og nú var tekið til óspilltra mála að undirbúa móttöku á hvalnum, eftir því sem hann veiddist, og mátti heita, að allt gengi tafalítið svona í hálfan mánuð.
En þá fórum við að veita því eftirtekt, að lagartunnurnar tóku að hverfa og þær ekki allfáar, svo að nú vandaðist málið. Þá stakk Ólafur upp á því, að ég kærði þetta fyrir Ellefsen, sem ég féllst á og gerði.
En hverju haldið þið, lesendur góðir. að Ellefsen hafi svarað?
„Þetta eru þínir landar". sagði hann.
Hefi ég aldrei farið sneyptari frá manni. Við nánari athugun komst ég að því, að það voru aðeins íslendingar sem stálu. Norðmenn tóku víst aldrei hval heim með sér. Það var því fljótræðisheimska að fara svona að.
Nú var.ekki um annað að gera en fara að vaka nótt og dag yfir öllu saman og reyna að leita uppi týndu tunnurnar.
Upp frá því vöktum við sína nóttina hvor og borðuðum á víxl, þar til við fórum. Megnið af töpuðum tunnunum
fundum við með aftálguðum brennimörkum, og keyptum síðan eitthvað í skarðið, svo að við gætum staðið við pöntunina.
Móttaka hvalsins mátti heita að gengi vel, nema hvað oft vantaði okkur börur og fleira til þess að bera að  okkur, þangað sem tunnurnar voru. Auk þess reyndust tunnurnar býsna gallaðar, en úr því bætti. minn ágæti samverkamaður.
En af því að tunnurnar voru allar brennimerktar, var unnt að sjá, hver átti hverja, því að skrá fylgdi líka.
Brátt kom þar, að við vorum búnir að fylla allar tunnurnar og fórum að búa okkur undir heimferð.
Hugsuðum við gott til þess og bjuggumst ekki við, að orðið gætu neinar tálmanir í vegi. Ég fór að gera upp við EÍlefsen, sem allt gekk vel, og tók á móti leifum peninganna sem auðvitað höfðu nú létzt mikið. Hafði ég þá
i vösum mínum síðan.
Óðum leið að skipskomu, og var henni jafnvel farið að seinka, svo að við hófum að velta tunnunum fram á bryggju, eftir þvi sem fengum pláss. Töldu allir víst, að skipið legðist að bryggju. En reyndin varð önnur.
Loks kom Skálholt og var nú Gotfredsen skipstjóri í stað Ásbergs.
Annars var Ásberg ævinlega með \Skálholt, hinn ágætasti maður, en Gotfredsen þótti stirður og erfiður viðureignar. Stormar höfðu gengið að undanförnu, og þess vegna seinkaði skipinu. En nú var aðeins gjálfrandi, svo að auðvelt var að leggjast að bryggju. Það brást þó, og var ekki við það komandi.
Bar skipstjóri ýmsu við, svo sem að sér hefði ekki verið tilkynntur farmurinn.
Eftir mikið 'þjark ieyfði skipstjóri að leggja lausan fleka af skipinu upp á bryggjuendann, sem þó var hálfgert glæfraspil með svona varning.
Og við áttum að vera búnir á tilteknum tíma, sem víst var ekki of langur. Þetta var allsæmilegt meðan lágt var í sjó, en illfært úr því. Þó slampaðist allt slysalaust af. En ekki er of ságt, að hurð skylli þar nærri hælum,að allt kæmist um borð óhappalaust.
Að allt gekk nógu greiðlega, var að þakka aðstoð Dalamanna, sem voru með skipinu á heimlei úr verðstöðvum og hjálpuðu okkur drengilega og svo til endur gjaldslaust. Fæstum þeirra fékk ég því miður
tækifæri til þess að greiða á móti síðar.
Eins og allir geta skilið. sem þetta lesa, töldum við Ólafur okkur sloppna úr heljargreipum. Þó að við þekktum til þess, að uppskipun væri erfið í Búðardal, gerðum við ekki ráð fyrir, að skipstjóri yrði svo afleitur að fara
með farminn aftur. En það hefði hann þó áreiðanlega gert, ef veðrið og dugnaður sjómannanna hefðu ekki hjálpazt að við að koma öllu á land. Þá var nú samt verulega erfið aðstaða til uppskipunar í Búðadal um lágsævi og það með svona varning. En allt komst af.
Við gátum skilað hvalnum í allgóðu á sigkomulagi. Hlutaðeigendur voru, að ég held, ánægðir, en lítil urðu laun til okkar Ólafs nema talsverð lífsreynsla, sem alltaf er mikilsvirði. Að loku endaði ferðin vel, því að okkur
var tekið opnum örmum og hlutum þakkir fyrir. En æðioft í þessari glæfraferð skall hurð nærri hælum, svo að við lá að förin yrði okkur til skammar og skapraunar.
En sem oftast í lífinu var sem einhver hulin hðnd hefði betur og sneri öllu til hamingju.
Næsta vetur var mjög lagt að okkur að fara aðra ferð. En við höfðum fengið nóg af þessari einu ferð, var þá talsvert reynt til þess að fá einhverja fyrir vestan til þess að koma með hval á báti eða skútu. En það tókst ekki, og þar með dóu þessi bjargráð alveg út, í sambandi við það, sem nú hefur verið sagt, hefði verið freist
andi að festa á blað eitthvað um kynni mín af Hans Ellefsen, háttsemi hans og kenjum, sumarið sem ég var á Sólbakka. Hann var á margan hátt sérkennilegur maður, þó að höfðingi væri í sjón og raun.
 
 
Úrminningarþáttum skrifað 1961
 
Guðjóns á Kýrunnarstöðum
Timburferðin.
Árið 1892 byggði Bjarni Jensson í Ásgarði í Dölum fyrra íbúðarhúsið sitt í Ásgarði.Löngu seinna byggði hann svo annað.þegar hann byggði fyrra húsið ,var engin verslun komin í Búðardal,sem er aðal verslunarstaður og eina þorpið í Dalasýslu,svo allt varð að sækja til Stykkishólms,Borðeyrar eða Skarðsstöðvar,timbur og annað.En árið áður hafði timburskip komið til Vestliðareyjar,sunnan Hvammsfjarðar,fyrir forgöngu Björns Bjarnasonar sýslumans á Staðarfelli,er reisti þá líka sama árið sitt íbúðarhús,sem enn(1959) stendur með prýði.Fyrir atbeina Björns sýslumans fór og fram fyrstir að verslunarviðskiptum í Búðardal árið 1896 sem var vöruafhending úr timburskúr,er hann lét bygga þar,sem þá nefndust Fjósabakkar.Voru og ýmsir fleiri sem notuðu tækifærið,er viður barst svo nærri, einkum í Suður-Dölum.Aftur á móti var það enginn leikur fyrir þá,er bjuggu norðan fjarðarins,eins og síðar verður á drepið
.Svo sem kunnugt er stendur Ásgarður fyrir botni (tá) Hvammsfjarðar.Þar var því lítð styttra fyrir Bjarna að fara lestaferð út í Haukadal,þar sem Vesturliðaeyrar er,heldur en til Borðeyrar eða Skarðstöðvar.Svo hann hugðist stytta sér leið með því að fara með sleðahestanna á ís að vetralagi, ef fjörðinn legði,sem iðulega gerðist í frostavetrum,eða flytja timbrið á skipi undir landareign sína.Þetta gerði hann hvort tveggja,eins og nú verður frá sagt.
Á manndómsárum sínum og raunar alltaf var Bjarni í Ásgarði dugmíkill og óhlífinn við sjálfan sig,-og einnig við hesta í notkunn.Urðu því fáir til að lána honum hesta undir klyfjar,enda þótti þetta mont af fátækum manni að byggja timburhús á þeim árum.
Þennan vetu,1892 lagði Hvammsfjörðinn allt út að eyjaklassa þeim er liggur úti fyrir mynni hans,svo nú þótti sjálfsagt að grípa tækifærið og fara í timbursókn með sleða og hesta fyrir.En sleðar voru óvíða til nema lítilfjörlegir og hesta vildi enginn lána nema faðir Bjarna ,Jens hreppstjóri á Hóli og tengdafaðir hans Ásgeir á Kýrunnarstöðum faðir minn.Faðir hans lánaði líka mann með hestunum Daníel Guðmundsson sem var röskleikamaður. Faðir minn lánaði mig,þá 16 eða 17 ára,en Daníel var um tvítugt.
Þegar við lögðum á stað,seit á Góu ,höfðu gengið froststillur í nokkra daga,svo ísinn var hrímaður og ósleipur,en með snjódriftum,og hinn traustasti að sjá.Tvær sprungur voru komnar í hann,þvert yfir fjörðinn,önnur ú Ljá en hin utar,þær virtust mjög lítilfjörlegar til að sjá (Ljá er smá á sem rennur í Hvammsfjörð suðaustanverðan, um það vil 9 km frá fjarðarbotni)En svona sprungur koma ekki fyrr en ísinn er farinn að þykkna.
Er við héldum af stað,var hreint og bjart veður,mjög gott vetraveður,en móða í suðri. Vorum við allir glaðir í sinni,og við Daníel hugðum þetta hreinan lystitúr. Ferðin gekk mjög vel suður yfir fjörðinn,svo að við vorum ekki nema tæpa tvo klukkutíma yfir hann.(Frá Skarfsstaðanesi undan Kýrunnarstöðum og yfir til Vesturliðaerar mun vera um 17 km vegalengd) Tókum við því næst að búa út sleðanna og vorum að því á annan tíma. Býst ég við að það hafi verið alveg nóg æki,þó dráttafæri virtist ágætt,eins og var.Á meðan við hlóðum sleðanna,þykknaði óðum í lofti,og innan stundar var kominn bleytuslettingur,sem bráðlega breyttist í húðarigningu.
Orsakaði hún flóð á ísinn og gerði hann svo sleipann,að sleðarnir vildu stöðugt renna á hestanna.En við gátum lítið haldið aftur af þeim,þar sem við vorum allir mannbroddalausir .Svona potuðum við þó áfram í áttina,stöðugt dýpra vatnið ofan á ísnum ,svo nú fór það að þyngja dráttinn,og í viðbót urðum við tíðum að hanga á hestunum vegna sleipunnar.
Þannig mjökuðumst við,þar til við komum að ytri sprungunni.Þá urðum við að stiga við fót,því nú sýndist sem fjörður væri,enda var nú orðið dimmt.Eftir nokkra stund héldum við meðfram sprungunni í átt til lands.En brátt fóru hestarnir að gefa sig.Var þá ekki annars kostur en að slenna þá frá og skilja sleðanna eftir í vatninu,úti á miðjum firði,en reyna til að komast upp á land með hestanna. Við héldum lengi meðfram sprungunni,þar sem við réðumst í það með háfum huga þó,að gera tilraun til að komast yfir um hana með skepnurnar,þar sem hún virtist mjóst.Það gekk slysalaust.Síðan skrifluðumst við í land,mjög þjakaðir og fegnir að hafa fast land undir fæti,og komumst heim að Kýrunnarstöðum klukkan 12 um kvöldið,uppgefnir og illa til reika.Höfðum við þá verið 15 klukkutíma í ferðinni,en á tólfta tíma yfir fjörðinn með hestanna.
Morguninn eftir vorum við Daníel svo stirðir,að við komust naumlega upp og ofan stiga,en jöfnuðum okkur þó fljótt.Nú var komið frost og besta veður,svo brátt var farið að vitja sleðanna aftur.Þeir voru á sama stað, en niðurfrosnir.Þó gekk nú allt sæmilega,nema yfir sprungurnar,sem höfðu víkkað míkið við flóðið.Þó tókst að komast yfir þær,og sð lokum höfðum við okkur í áfangastað,inn á svo kallaða Ásgarsgrund,sem er innan við fjarðarbotninn niður undan heimili Bjarna.
Þetta var eina ferðin,sem var farin var með sleðahesta tilað sækja þennan húsavið.Það sem eftir var af honum,sótti Bjarni á skipi um vorið. Gekk það síst betur.Sú ferð tók sex daga,en það er önnur saga,sem ekki verður sögð hér.Að lokum komst allur viðurinn heim að Ásgarði,slysalaust fyrir guðs handleiðslu.En ekki mátti tæpara standa að slys yrði,bæði á sleðaferðinni og sjóferðinni.Svona ferðir væru dýrar nú á tímum og ef til vill enginn fáanlegur til að fara þær.
Í sambandi við það sem ég sagði hér að framan,um það hvað menn voru tregir til að lána Bjarna hesta við byggingu fyrra hússins,vil ég að endingu geta þessa:
Þrettán árum eftir þetta,byggði hann seinna íbúðarhúsið sitt.Þá buðu menn honum hesta og jafnvel komu sjálfir með hesta sína,til að flytja fyrir hann efni.Þetta hafði breyst andinn til þessa framkvæmdamans,og jafnframt til umbóta í húsakosti og fleiru.
 
 
Skall hurð nærri hælum.
 
Vorið 1893 var ég í hálfan mánuð á Fellsenda í Miðdölum,próftíma áður en ég færi að læra að söðlasmíði.Það var að mig minnir,rétt fyrir krossmessu.Ég fór gangandi að heiman í þá dvöl,eins og þá var alsiða.Ferðingekk vel suðurnog bar ekkkert sögulegt til tíðinda í henni,femur en vanalega gerist.
Meðan ég var á Felsenda,var tíð góð,en kalt á nóttum,svo lítið leysti til fjalla.Ár uxu lítið og héldu því ísnum.Þegar að því kom að ég færi heim,var blíðskapaveður og rann í sundur,bæð á láglendi og til fjalla.Ólafur Finnsson bóndi á Fellsenda og kennari minn,tók mér því vara fyri að fara leiðsagnalaust yfir árnar á leiðinni,því þær væru í vexti og myndu ryðja sig þá og þegar.(Þess má geta að frá Fellsenda í Suðurdölum og vestur að Kýrunnarstöðum í Hvammssveit er yfir 8 ár að fara) Tunguá við Sauðafell var sú fyrsta,er var á leið minni.Hún var á traustum ísi. Næst er Haukadalsá mikið vatnsfall.Svo ég kom að Harrastöðum til að fá leiðsögn yfir hana.Bjó þá á Harrasstöðum Hildiþór Hjálmtýtrsson.Hann sagði mér að áin myndi vera í þann veginn að ryðja sig og vildi helst að ég biði eftir því að hún gerði það.En ég sagðist vilja skoða hana,ef hann gæti lánað mér fylgd að ánni,sem og hann gerði.Lánaði hann mér vinnumann sinn,það var Guðmundur Jónasson,sem síðar var lengi barnakennari,- til að vísa mér leið að ánni,þar sem hún var vanalega farin.Heitir það Hvamarsvað.(Vaðið og fljótið,sem hjá því er, mun kennt við Gágahamar,er rís þar yfir.En hann er án efa Höfði sá,er um getur í Laxdælu,Þar sem þau ræddust við,Guðrún Ósvifrsdóttir og Snorra goða.) Þegar við komum að ánni,var hún sjánlega í örum vexti,beljandi straumur skammt fyrir ofan vaðið og jakarnir farnir að hlaðast upp.Allt benti því til þess að hún myndi brjótast fram.En vaðið var þurrt og traustur ís á því að sjá,svo ég kvaddi Guðmund í skyndi, - og honum nauðugt.Tók síðan sprettinn yfir en í því ég var að sleppa upp á bakkann hinu megin,losnaði stíflan með þeim hraða,að svo engu munaði að ég lenti í jakahrönninni,sem gekk langt upp á land.
Skall þar hurð svo nærri hælum,að Guðmundur,sem beið hinum megin,sagðist hafa búist við því á hverri stundu,að jakarnir næðu mér og skelltu mér um koll.En sem oftar hefur einhver hulin hönd stjórnað þarna.
Ég fór ekki yfir fleiri ár þennan dag,fór aðeins að Saurum og var þar um nóttina hjá Jóhönnu systur minni. Um nóttina gerði frost,svo það hljóp úr ánum,og ferðin gekk vel heim.
Um þetta leiti gekk mjög vond inflúensa í Dölum,svo að sumstaðar lá flest allt fólk á bæjum.Og margt gamalt fólk dó.